Reykjavík, 2013.—198s.
Þetta rit á sögu sem rekja má þrjátíu ár aftur í tímann. Þegar ég
hóf kennslu í íslensku
haustið 1982 var tilfinnanlegur skortur á kennsluefni í flestum greinum málfræðinnar.
Því samdi ég strax á fyrsta kennsluári mínu, vorið 1983, ritið Íslenska orðhlutafræði,
sem var kennsluefni í beygingarfræði; og haustið eftir samdi ég kverið Íslenska hljóðkerfisfræði.
Í byrjun næsta árs, 1984, endurskoðaði ég svo þessi rit, jók það síðaefnda
verulega, og gaf þau út í einu lagi undir nafninu Íslensk málfræði. Hljóðkerfisfræði og
beygingafræði. Í næstu útgáfu var ritinu aftur skipt upp, og beygingarfræðin gefin út
ásamt viðbótarkafla um orðmyndun árið 1986, og enn lítillega endurskoðuð 1990.
Hljóðkerfisfræðin var gefin út lítillega endurskoðuð 1986, og var fjölrituð óbreytt
nokkrum sinnum næstu árin. Að lokum kom hún út talsvert breytt, árið 1993. Í ársbyrjun
1989 samdi ég svo kverið Íslenska hljóðfræði. Þessi þrjú rit voru í rúma tvo áratugi
helsta námsefni byrjenda í viðkomandi greinum, bæði í Háskólanum og
Kennaraháskólanum, og endurprentuð margsinnis.
Fyrir 15 árum eða svo fannst mér ritin þarfnast endurskoðunar og margt í þeim vera
úrelt. Ég gaf mér þó aldrei tíma til að leggjast í róttæka endurskoðun en vegna þess að
annað efni var ekki tiltækt voru ritin notuð áfram í kennslu nokkuð fram yfir aldamót.
Árið 2005 kom svo út þriggja binda safnritið Íslensk tunga, þar sem fyrsta bindið fjallar
um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði en annað bindi um beygingarfræði og
orðmyndunarfræði. Þessi rit voru tekin til kennslu í Háskóla Íslands og notuð sem
aðalkennsluefni í þessum greinum í nokkur ár. Þau voru þó ekki sérlega hentug til þess,
enda samin sem yfirlitsrit en ekki kennslubækur. Þar að auki seldist Íslensk tunga upp
fyrir þremur árum eða svo og hefur verið illfáanleg.
Þessar aðstæður leiddu til þess að þegar ég fór aftur að kenna þessar greinar eftir
nokkurt hlé dreif ég í að endurskoða kennslubækur mínar og ákvað að steypa þeim
saman í eitt rit, sem hér liggur fyrir. Ýmsu hefur verið breytt, en stærsta breytingin er
sú að verulega hefur verið dregið úr margs kyns formalisma, bæði í hljóðkerfisfræði og
beygingarfræði. Sjálfsagt hefði mátt endurskoða efnið meira og sleppa ýmsu sem hefur
komist í gegn úr gömlu ritunum, bæta öðru við og breyta enn öðru. En þetta verður að
duga að sinni.
Ég þakka öllum sem hafa notað bókina undanfarin 30 ár, kennurum og nemendum.
Margir þeirra hafa látið mig hafa athugasemdir við einstök atriði og sumar þeirra hef
ég tekið til greina en aðrar ekki, eins og gengur, en er þakklátur fyrir þær allar. Ég þakka
einnnig höfundum þeirra ótal rita sem ég hef stuðst við, beint eða óbeint. Sjálfur ber ég
auðvitað ábyrgð á öllum misfellum. Reykjavík, 25. nóvember 2013
Eiríkur Rögnvaldsson
haustið 1982 var tilfinnanlegur skortur á kennsluefni í flestum greinum málfræðinnar.
Því samdi ég strax á fyrsta kennsluári mínu, vorið 1983, ritið Íslenska orðhlutafræði,
sem var kennsluefni í beygingarfræði; og haustið eftir samdi ég kverið Íslenska hljóðkerfisfræði.
Í byrjun næsta árs, 1984, endurskoðaði ég svo þessi rit, jók það síðaefnda
verulega, og gaf þau út í einu lagi undir nafninu Íslensk málfræði. Hljóðkerfisfræði og
beygingafræði. Í næstu útgáfu var ritinu aftur skipt upp, og beygingarfræðin gefin út
ásamt viðbótarkafla um orðmyndun árið 1986, og enn lítillega endurskoðuð 1990.
Hljóðkerfisfræðin var gefin út lítillega endurskoðuð 1986, og var fjölrituð óbreytt
nokkrum sinnum næstu árin. Að lokum kom hún út talsvert breytt, árið 1993. Í ársbyrjun
1989 samdi ég svo kverið Íslenska hljóðfræði. Þessi þrjú rit voru í rúma tvo áratugi
helsta námsefni byrjenda í viðkomandi greinum, bæði í Háskólanum og
Kennaraháskólanum, og endurprentuð margsinnis.
Fyrir 15 árum eða svo fannst mér ritin þarfnast endurskoðunar og margt í þeim vera
úrelt. Ég gaf mér þó aldrei tíma til að leggjast í róttæka endurskoðun en vegna þess að
annað efni var ekki tiltækt voru ritin notuð áfram í kennslu nokkuð fram yfir aldamót.
Árið 2005 kom svo út þriggja binda safnritið Íslensk tunga, þar sem fyrsta bindið fjallar
um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði en annað bindi um beygingarfræði og
orðmyndunarfræði. Þessi rit voru tekin til kennslu í Háskóla Íslands og notuð sem
aðalkennsluefni í þessum greinum í nokkur ár. Þau voru þó ekki sérlega hentug til þess,
enda samin sem yfirlitsrit en ekki kennslubækur. Þar að auki seldist Íslensk tunga upp
fyrir þremur árum eða svo og hefur verið illfáanleg.
Þessar aðstæður leiddu til þess að þegar ég fór aftur að kenna þessar greinar eftir
nokkurt hlé dreif ég í að endurskoða kennslubækur mínar og ákvað að steypa þeim
saman í eitt rit, sem hér liggur fyrir. Ýmsu hefur verið breytt, en stærsta breytingin er
sú að verulega hefur verið dregið úr margs kyns formalisma, bæði í hljóðkerfisfræði og
beygingarfræði. Sjálfsagt hefði mátt endurskoða efnið meira og sleppa ýmsu sem hefur
komist í gegn úr gömlu ritunum, bæta öðru við og breyta enn öðru. En þetta verður að
duga að sinni.
Ég þakka öllum sem hafa notað bókina undanfarin 30 ár, kennurum og nemendum.
Margir þeirra hafa látið mig hafa athugasemdir við einstök atriði og sumar þeirra hef
ég tekið til greina en aðrar ekki, eins og gengur, en er þakklátur fyrir þær allar. Ég þakka
einnnig höfundum þeirra ótal rita sem ég hef stuðst við, beint eða óbeint. Sjálfur ber ég
auðvitað ábyrgð á öllum misfellum. Reykjavík, 25. nóvember 2013
Eiríkur Rögnvaldsson